top of page
Tinna Gunnarsdóttir designer

Tinna Gunnarsdóttir vöruhönnuður nam hönnun í Englandi, Þýskalandi og á Ítalíu og hefur rekið hönnunarstúdíó í Reykjavík frá 1993. Verk hennar hafa verið sýnd víða, bæði hérlendis og á alþjóðlegum vettvangi. Tinna hefur kennt við hönnunardeild Listaháskóla Íslands frá stofnun skólans og var fagstjóri brautar í vöruhönnun frá 2010-13 og prófessor frá 2016-22. Um þessar mundir stundar Tinna doktorsnám í menningarfræði við Háskóla Íslands þar sem hún beinir sjónum sínum að íslensku landslagi og hinum tvíbentu tengslum manns og náttúru á tímum mannaldar. Í doktorsverkefninu, Snert á landslagi, leggur hún áherslu á að virkja fagurferðilega upplifun í landslagi sem afl til umbóta. Tinna nýtir hönnunarrannsóknir og nytjahluti hversdagsins til að skoða umhverfi sitt, hvort sem það varðar einkarými heimilisins eða í náttúrulegu samhengi. Hún setur efni og tækni í óvæntar aðstæður og skapar þannig fersk sjónarhorn, útvíkkaða upplifun, skemmtilega brenglað samhengi. Íslensk landslag hefur haft stór áhrif á meðvitund hennar og rýmisskilning en þeim miðlar hún í gegnum efnislæga hluti.

bottom of page