top of page
9_knowingtheropes_Light_1_2_Photo_Benita_Marcussen.jpg

Öllum hnútum kunnug er þverfaglegt samstarfsverkefni Brynhildar Pálsdóttur, Þuríðar Rósar Sigþórsdóttur og Theresu Himmer. Verkefnið skoðar táknræna vídd reipisins í gegnum efnisrannsóknir og hluti.

Efnislegur og hugmyndafræðilegur grunnur verkefnisins hverfist um tvær reipagerðir: Hampiðjuna í Reykjavík og Aarhus Possementfabrik í Danmörku. Báðar hafa þær starfað frá því snemma á 20. öld og framleitt reipi með hérumbil sama tækjakosti, en í gjörólíkum tilgangi: annars vegar fyrir betri stofuna, hins vegar fyrir úthafið. Með því að skoða þessar þveranir milli flæðandi sjávarsíðunnar þar sem reipi getur skilið milli lífs og dauða, og stássstofu Viktoríutímans hafa þrír hönnuðir þróað hluti með óvænta nálgun og virkni.

Fyrsti hluti verkefnisins var sýndur árið 2021 á HönnunarMars í Hafnarhúsinu og samhliða kom út fyrsta bók verkefnisins sem var kynnt í Norræna húsinu.

Annar hluti verkefnisins hófst á sýningu í Hallwylska Museet í Stokkhólmi sem hluti af Stockholm Design week í febrúar 2023.Önnur bók verkefnisins var kynnt í Hafnarhúsinu á HönnunarMars í maí.

Fyrsta bókin kortlagði rætur verkefnisins, munnlegar frágsagnir og sögur um gerð kaðla og neta. Önnur bókin leitar lengra inn í heim innanhúskaðla for-móderníska heimilisins og rannsakar meðal annars faldar tækninýjungar þess tímabils. Ritið lítur til arkitektúrs Hallwylsafnsins og stofnanda þess, Wilhelmina von Hallwyl, meðal annars í gegnum texta, sjónræna frásögn og skrásetningu tilrauna og vinnslu nýrra hönnunargripa.

Verkefnið er veglega styrkt af Nordisk Kulturfond, Hönnunarsjóði, Statens Kunstfond, Myndstef

bottom of page