top of page

Misgengi eru af ýmsu tagi en megingerðirnar eru þrjár (sjá 1. mynd):

 

  1. Siggengi vegna gliðnunar (til dæmis Almannagjá). 

  2. Ris- eða þrýstigengi vegna samþjöppunar (engin dæmi hér á landi, en fræg í fellingamyndunum). 

  3. Sniðgengi vegna hliðrunar (til dæmis Suðurlands- og Tjörnes-brotabelti).

Síða hugmyndarit.png

1

2

3

1. mynd. Þrjár gerðir misgengja

A)Siggengi. B)Ris- eða þrýstigengi. C)Sniðgengi

„Þverbrotabelti“ er notað um sniðgengi eða kerfi sniðgengja sem tengja ása rekhryggja (2. mynd). Hér á landi eru tvö slík brotabelti, Tjörnes-brotabeltið sem tengir suðurenda Kolbeinseyjarhryggjar við Norðurgosbeltið, og Suðurlands-brotabeltið sem tengir Reykjanes og Austurgosbeltið.

Síða hugmyndarit (4).png

2. mynd. Helstu „hnikþættir“ á Íslandi: Reykjaneshryggur (R) og Kolbeinseyjarhryggur (K) hliðrast til austurs um Suðurlands- (SB) og Tjörnes-brotabeltin (TB). Örvarnar sýna hreyfingar Ameríku- og Evrasíuflekanna miðað við rekhrygginn, 1 cm á ári til hvorrar áttar. Hringur sýnir miðju heita reitsins.

Screenshot 2024-06-27 161116.png

3. mynd. Húsavíkurbær stendur á Húsavíkurmisgenginu (HFFZ) innan Tjörnesbrotabeltisins á Norðurlandi. Gulskyggð svæði sýna umfang sprungusveima mismunandi eldstöðvakerfa í Norðurgosbeltinu (NVZ) og heildregnar rauðar línur sýna helstu sprungur Húsavíkurmisgengisins (Hjartardóttir o.fl., 2016). Rauðir punktar með krossi sýna líklegar skjálftamiðjur sterkra sögulegra jarðskjálfta (með ári og stærð; Stefánsson o.fl., 2008) og gráir punktar sýna skjálftamiðju stærstu jarðskjálftanna í hrinunni 2012–2013 á vesturhluta Tjörnesbrotabeltisins.

 Misgengishreyfingar og jarðfræðilegir ferlar hafa með tímanum skapað bæði fjölbreyttni í landslagi og grunnu yfirborðsefni sem bærinn situr á. Af þeim sökum er jarðskjálftaáhætta mjög mismunandi innan bæjarins og því staðbundin skjálftaáhætta einnig. Sögulegir jarðskjálftar hafa átt sér stað við Húsavík áður, með skelfilegum afleiðingum. Jafnvel þó að upplýsingar um áhrif skjálftans um seinustu stóru skjálfta sem þar voru, 1755 og 1872 séu mjög takmarkaðar. En þó er vitað að í skjálftanum 1872 að nánast öll torfhúsin hrundu og flest viðarhúsin urðu fyrir skaða. Flest húsin á Húsavík á þessum tíma skemmdust og voru ekki endurbyggð.

Screenshot 2024-07-01 151217.png

4. mynd. Yfirlitsmynd af brotabeltinu yfir loftmynd af Húsavík, sýnt í smá hæð og snýst að bænum í suð austri.

Hæðarlíkan af Húsavík séð úr lofti úr vestri. Húsavíkurbær og Botnsvatn liggja bæði í sigdal á Húsavíkurmisgenginu. Staðsetning misgengisins á yfirborði er gefin til kynna með rauðum línum kenndum við Skjólbrekku til vinstri og Laugardal til hægri sem eru stærstu sprungurnar á yfirborði við Húsavík. Önnur sprunga og heldur minna þekkt er talin liggja handan Húsavíkur til austurs og er sýnd hægra megin á myndinni með strikalínu. Mismunandi einingar landmótunarferla á svæðinu eru táknaðar með bókstöfum (sjá einnig 5. mynd) (hæðarlíkan og loftmynd byggð á gögnum frá Loftmyndum.is og sprungustaðsetningar frá Magnúsdóttur og Brandsdóttur, 2011).

Screenshot 2024-07-01 161405.png

5. mynd. Jarðfræði Húsavíkursvæðisins. Höfði (HÖ) er úr jökulbergi, lárétt setlög frá fyrri hluta hlýskeiðs eftir jökulskeið (sjá texta í grein) í Húsavíkursigdal (HB) og Haukamýri (HM), og óregluleg setlagastaflar í Hóli (vesturhluta Grásteinsheiðar, GH). Þessar helstu einingar eru sýndar til samanburðar við einingar jarðfræði og landmótunarferla til skýringar við texta í grein, og í 5. mynd.

bottom of page