top of page

fim., 28. sep.

|

Húsavík

HönnunarÞing á Húsavík

Dagana 28.-30. september stendur Hraðið, miðstöð nýsköpunar á Húsavík fyrir hönnunarhátíð í Þingeyjarsýslum þar sem megin þema hátíðarinnar verður vöruhönnun og nýsköpun.

Registration is Closed
See other events
HönnunarÞing á Húsavík
HönnunarÞing á Húsavík

Time & Location

28. sep. 2023, 10:00 – 30. sep. 2023, 10:00

Húsavík, Hafnarstétt 1, 640 Húsavík, Ísland

About the event

DesignThing Hönnunarhátíð á Húsavík

Dagana 28.-30. september stendur Hraðið, miðstöð nýsköpunar á Húsavík fyrir hönnunarhátíð í Þingeyjarsýslum þar sem megin þema hátíðarinnar verður vöruhönnun og nýsköpun.

Yfirskrift hátíðarinnar er DesignThing og á henni verða fjölbreyttir viðburðir, sýningar, innsetningar, fræðsla, kynningar og aðrar uppákomur sem ættu að henta öllum þeim sem áhuga hafa á nýsköpun og vöruhönnun. Hingað koma innlendir og erlendir hönnuðir sem hafa getið sér góðs orðs á sviði vöruhönnunar og verða með fræðsluerindi og kynningar á verkum sínum. Kennarar í Listaháskóla Íslands munu auk þess kynna námið í skólanum og möguleika þess fyrir íbúum svæðisins.

Meðal þess sem verður í boði á hátíðinni eru kynningar og innsetningar, klúðurkvöld, sýningar, fyrirlestrar og fleira. Einnig verður sérstaklega unnið með aðilum á svæðinu varðandi afþreyingu og aðra viðburði s.s. Gamla Bauk, Sjóböðin, Húsavík Öl, Hvalasafnið og Rannsóknasetur Háskóla Íslands. Drög að dagskrá hátíðarinnar eru í viðhengi

Hátíðin er einstakt tækifæri fyrir íbúa sveitarfélagsins að sjá hvað heimur vöruhönnunar felur í sér og hver helstu tækifæri innan geirans eru í dag. Viðburðir hátíðarinnar munu henta jafnt ungum sem öldnum.

Í Hraðinu geta frumkvöðlar, nemendahópar og aðrir nýtt sér vinnuaðstöðu í sérstöku vinnurými, stúdíói og fullbúnu FabLabi til að láta hugmyndir verða að veruleika.

Share this event

bottom of page